Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

330. fundur 05. maí 2021 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Vogar - Ársreikningur 2020

2104218

Umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs á ársreikningi Sveitarfélagsins fyrir árið 2020

Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG er gestur fundarins undir þessum lið.
Samþykkt
Lilja Dögg Karlsdóttir löggiltur endurskoðandi KPMG fór yfir helstu niðurstöður sem fram koma í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 174 m.kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 189 m.kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 1.092 kr. samkvæmt efnahagsreikning fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 881 millj.kr.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2021

Lilja Dögg Karlsdóttir, löggiltur endurskoðandi KPMG er gestur fundarins undir þessum lið.
Lagt fram
Lilja Dögg Karlsdóttir löggiltur endurskoðandi KPMG fór á fundinum yfir helstu niðurstöður 3ja mánaða árshlutauppgjörs.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Árshlutareikningurinn lagður fram.

3.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2104180

Umfjöllun bæjarráðs um skóladagatal leikskólans
Frestað
Með fundarboðinu fylgdi minnisblað bæjarstjóra um málið, dags. 3.5.2021.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Lóðin Kirkjuholt

2104015

Drög að samkomulagi Sveitarfélagsins og sóknarnefndar um Kirkjuholt
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Drögin kynnt, yfirfarin og rædd. Beðið er afstöðu sóknarnefndar til málsins.

Lagt fram.

5.Framkvæmdir 2021

2104116

Staða framkvæmda 3.5.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

6.Landsnet- Kæra vegna Suðurnesjalínu 2

2104247

Landsnet hf. hefur kært ákvörðun sveitarstjórnar um synjun umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram til kynningar.

7.Ærslabelgur-Staðsetning

2104148

Niðurstaða nefnda um staðsetningu ærslabelgs - ákvörðun bæjarráðs um staðsetningu.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að ærslabelgurinn verði staðsettur vestan sundlaugar.

8.Gangstígar - yfirborðsfrágangur - kantsteinar - Miðbæjarsvæði

2104243

Yfirferð tilboða - ákvörðun bæjarráðs um samþykkt tilboðs
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf., á grundvelli tilboðs félagsins. Tilboðsfjárhæðin er kr. 33.688.888, sem er 81,19% af kostnaðaráætlun hönnuða.

9.Húsnæðisáætlun - endurskoðun 2020

2104096

Umfjöllun bæjarráðs um endurskoðaða húsnæðisáætlun sveitarfélagsins
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2104121

Alþingi sendir Sveitarfélaginu til umsagnar frumvörp og þingsályktunartillögur
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

2104005F

Fundargerð 63. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 330. fundi bæjarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Afgreiðsla: Stöðuleyfi er veitt til 05.03.2022.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Afgreiðsla
    Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við deiliskipulag en telst ekki vera framkvæmdaleyfsisskyld. Framkvæmdin er samþykkt.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64

2104006F

Fundargerð 64. afgreiðslufundar bæjarráðs er lögð fram á 330. fundi bæjarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 64 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

13.Fundargerðir HES 2021

2104166

Fundargerð 228. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðaráðs 2021

2104238

Fundargerðir 26., 27., 28., 29. og 30. funda Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

15.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2020

2002040

Fundargerðir 22., 23. og 24. funda Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerð 768. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2104143

Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?