Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

63. fundur 23. apríl 2021 kl. 08:45 - 09:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Harpa Rós Drzymkowska
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stapavegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104104

Stofnfiskur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hrognahúsi, starfsmannaaðstöðu, mhl. 52 og vatnshúsi, mhl. 53, skv. umsókn dags. 04.11.2020 og aðaluppdráttum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 02.11.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Breiðuholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104145

Einar Hjaltason sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi, skv. umsókn dags. 07.01.2021 og aðaluppdráttum Bent Larsen Fróðasonar, dags. 16.02.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Iðndalur 8 - Umsókn um stöðuleyfi

2104183

Toggi ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir einum 40 feta gám til geymslu búnaðar fyrir kræklingaeldi á lóðinni Iðndal 8 tímabilið 05.03.2021 til 05.03.2022, skv. umsókn dags. 05.03.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er veitt til 05.03.2022.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Fjarskiptalagnir Miðsvæði

2104213

Gagnaveita Reykjavíkur ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til lagningu fjarskiptalagna í göturnar Skyggnisholt, Lyngholt og Breiðuholt skv. umsókn mótt. 18.03.2021 og skurðplani dags. 19.03.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla
Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við deiliskipulag en telst ekki vera framkvæmdaleyfsisskyld. Framkvæmdin er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?