Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

325. fundur 17. febrúar 2021 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Lánasjóður sveitarfélaga-Auglýsing eftir framboðum í stjórn

2102019

Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir tilnefningum eða framboðum í stjórn og varastjórn sjóðsins
Lagt fram
Lagt fram

2.Stytting vinnuvikunnar

2011002

Tillögur frá leikskóla, grunnskóla og bæjarskrifstofu að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar lagðar fram
Frestað
Bæjarráð frestar afgreiðslu máls og óskar frekari upplýsinga

3.Hafnargata 101-Krafa um lóðahreinsun

2102017

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja með kröfu um lóðarhreinsun á lóð að Hafnargötu 101
Lagt fram
Bæjarráð mun bregðast við tillögum heilbrigðiseftirlitsins og felur bæjarstjóra að vinna málið í samvinnu við eftirlitið

4.Framkvæmdir 2021

2101006

Farið yfir stöðu framkvæmda
Lagt fram
Lagt fram

5.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2102006

Rekstraryfirlit fyrir janúar 2021 lagt fram
Lagt fram
Lagt fram

6.Lóðin Kirkjuholt

1710039

Lagt fram álit lögmanns sveitarfélagsins varðandi athugasemd Harðar Einarssonar vegna lóðarinnar Kirkjuholt
Lagt fram
Vegna 5. liðar bréfs Harðar Einarssonar dags. 28.12.2020.

Bæjarráð fellst ekki á einhliða ógildingu Harðar Einarssonar á fyrirvaralausri sölu eignarinnar árið 1994.

Á fundinn mætti Árni Magnússon fulltrúi sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar. Bæjarstjóra falið að vinna að samningi við sóknarnefnd um nýtingu Kirkjuholts.

7.Skyggnisholt 12-14-Umsókn um lóð

2102021

Eignarhaldsfélagið Normi sækir um lóðina Skyggnisholt 12-14. Umsækjandi uppfyllir skilyrði sem krafist er til úthlutunar
Frestað
Málinu frestað

8.Skyggnisholt 12-14-umsókn um lóð

2102016

Garðamýri ehf. sækir um lóðina Skyggnisholt 12-14. Umsækjandi uppfyllir skilyrði sem krafist er til úthlutunar
Frestað
Málinu frestað

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.

2101017

Mál sem borist hafa frá nefndasviði Alþingis. Beiðni um umsagnir Sveitarfélagsins um mál nr. 471, frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, og mál nr. 478, frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur)
Lagt fram
Lagt fram. Bæjarráð gerir engar athugasemdir

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2102007

Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?