320. fundur
02. desember 2020 kl. 06:30 - 08:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og óskað eftir að setja á dagskrá sem 13. mál, Trúnaðarmál.
Samþykkt samhljóða.
1.Áskorun til Reykjavíkurborgar
2011038
Ályktun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Lagt fram
Lögð fram bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þ. 24.11.2020, áskorun á Reykjavíkurborg.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bókunin lögð fram. Fulltrúar D og L lista í bæjarráði taka undir bókun byggðaráðs Skagafjarðar.
2.Ársskýrsla Persónuverndar 2019
2011028
Persónuvernd sendir sveitarfélaginu ársskýrslu sína fyrir árið 2019
Lagt fram
Erindi Persónuverndar, dags. 20.11.2020. Með erindinu fylgir ársskýrsla Persónuverndar 2019, ásamt frétt um útgáfu skýrslunnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Skýrslan lögð fram.
3.Covid 19
2003025
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 8
Lagt fram
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.11.2020. Með erindinu fylgir stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 8. Í skýrslunni er m.a. fjallað um stöðu atvinnuleysis í landinu. Bæjarstjóri upplýsti á fundinum að samkvæmt nýjustu tölum eru nú 111 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Sveitarfélaginu Vogum, sem telst vera 15% atvinnuleysi. 17 eru skráðir á hlutabætur, eða 2,3%. Samtals er telst því atvinnuleysið í sveitarfélaginu vera 17,3%.
Afgreiðsla bæjarráðs: Skýrslan og upplýsingarnar lagt fram.
4.Húsnæðismál Keilis
2001024
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 23.11.2020.
Samþykkt
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 23.11.2020 um fjárhagslega aðkomu ríkissjóðs að rekstri Keilis. Ríkissjóður mun leggja fram 190 m.kr. sem hlutafé og taki við sem meirihluta eigandi félagsins gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi einnig til viðbótarhlutafé. Samkvæmt framlögðum gögnum er hlutur Sveitarfélagsins Voga í nýju hlutafé í skólanum um 10 m.kr.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir erindið fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga. Bæjarstjóra er falin nánari útfærsla málsins.
5.Hafnargata 101-áður frystihúsið Vogar h.f
2011027
Erindi Særúnar Jónsdóttur dags. 19.11.2020
Lagt fram
Erindi Særúnar Jónsdóttur, dags. 19.11.2020. Í erindinu er fjallað um málefni Hafnargötu 101, áður frystihúsið Vogar hf. Bréfritari leggur til að til í starfshóp sveitarfélagsins um málefnið sem þegar hefur verið skipaður, verði einnig skipaður í hópinn aðili sem þekkir bygginguna eða hefur kynnt sér hana.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð þakkar bréfritara erindið, og þær hugmyndir sem þar koma fram. Efni bréfsins verður tekið til umfjöllunar þegar starfshópurinn kemur saman.
6.Hafnargata 101 - leigusamningur
1810009
Erindi Voga ehf. dags. 18.11.2020, beiðni um tímabundna framlengingu leigusamnings vegna Hafnargötu 101
Samþykkt
Erindi Voga ehf., dags. 18.11.2020. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á núverandi leigusamningi Hafnargötu 101, sem renna á út um áramótin, fram á næsta sumar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamninginn um 6 mánuði, þó með þeim fyrirvara að leigusali hafi þann aðgang að eigninni sem nauðsynlegt er á leigutímanum. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu málsins.
7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020
2001034
Útkomuspá ársins 2020
Lagt fram
Lögð fram útkomuspá bæjarsjóðs og B-hluta fyrirtækja fyrir árið 2020. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að rekstrahalli samstæðunnar verði 126,7 m.kr., en að rekstrarhalli bæjarsjóðs verði 139,8 m.kr.
Afgreiðsla bæjarráðs: Útkomuspáin lögð fram.
8.Fjárhagsáætlun 2021-2024
2007001
Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun milli umræðna
Lagt fram
Fjallað um drög að fjárfestingaáætlun 2021 - 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
9.Framkvæmdir 2020
2004010
Staða framkvæmda 30.11.2020
Lagt fram
Minnisblað bæjarstjóra dags. 20.11.2020. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að framkvæmdum ársins sé að mestu lokið. Einnig kemur fram að búið er að bjóða út gerð hjóla- og göngustígs milli Voga og Brunnastaðahverfis, tilboð verða opnuð þ. 11.desember n.kr.
Afgreiðsla bæjarráðs: Minnisblaðið lagt fram.
10.Stafrænt ráð
2011039
Tillaga að kostnaðarskiptingu vegna stafræns ráðs
Samþykkt
Minnisblað bæjarstjóra dags. 1.12.2020, ásamt tillögu Stafræns ráðs sveitarfélaga um skiptingu kostnaðar við verkefnið. Í minnisblaðinu er tildrög málsins reifuð og farið yfir þá valkosti sem settir eru fram varðandi kostnaðarskiptinguna.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir tillögu um kostnaðarskiptingu.
11.Trúnaðarmál
2011040
Trúnaðarmál.
Lagt fram
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.
12.Grenndarstöðvar á þjónustusvæði Kölku
2011041
Erindi Kölku um uppsetningu grenndarstöðvar í Vogum.
Lagt fram
Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja,dags. 20.11.2020, um uppsetningu og rekstur grenndarstöðva á þjónustusvæði Kölku. Samkvæmt gögnunum er gert ráð fyrir að sveitarfélagið útbúi aðstöðu fyrir grenndarstöðina, en Kalka sjái að öðru leyti um uppsetningu og þjónustu. Rekstrarkostnaður á ári eru rúmar 1,4 m.kr., auk vsk.
Afgreiðsla bæjarráðs: Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
13.Trúnaðarmál - desember 2020_1
2012002
Afgreiðla málsins er færð í trúnaðarmálabók.
14.Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 Reykjanesbraut
2007013
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 20.11.2020
Lagt fram
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 20.11.2020, beiðni um umsögn vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Krísuvíkurvegar og Hvassahrauns. Með erindinu fylgir tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum, dagsett í nóvember 2020.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð vísar erindinu til Skipulagsnefndar.
15.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.
2001044
Mál sem borist hafa frá Nefndarsviði Alþingis, beiðni um umsagnir sveitarfélagsins.
Lagt fram
Lögð fram 13 erindi frá nefndasviði Alþingis, beiðni um umsagnir.
Afgreiðsla bæjarráðs:
16.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Suðurnesja utan Grindavíkur 2020
2007007
Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur dags. 27.1.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
17.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020
2003003
Fundargerð 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
18.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020
2002039
Fundargerð 763. fundar stjórnar SSS
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
19.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
2001035
Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Samþykkt samhljóða.