Vinnuskólinn - Mæting í Boruna, námskeið í umhverfisvernd

Formleg dagskrá vinnuskólans hefst á mánudaginn 10. júní. Þá eru allir árgangar mættir til vinnu í vinnuskólann og munum við hefja fyrsta daginn með því að fá hana Sigurlaugu Arnardóttur frá Landvernd í heimsókn.

Eins og margir vita þá tók vinnuskólinn í fyrsta skipti þátt í Grænfánaverkefninu síðasta sumar. Verkefnið "Vinnuskóli á grænni grein" gekk vonum framar og vorum við einn af fimm vinnuskólum á landinu sem gátum stolt flaggað Grænfánanum í lok sumars. Það þarf að vinna fyrir Grænfánanum ár hvert og ætlum við því að hella okkur í þá vinnu á ný. Í fyrra stóðu krakkarnir sig virkilega vel og fengum við mikið hól frá Landvernd, og þá meðal annars fyrir frumleika. Við ætlum að sjálfsögðu ekki að slá slöku við og sjáum við framm á skemmtilegt sumar í vinnuskólanum. 

Á mánudaginn ætlar Sigurlaug að mæta til okkar og koma okkur í gang fyrir sumarið með góðu peppi um landvernd, sjálfbærni og margt fleira.

Við minnum þá sem geta og ætla að nota skattkort hjá vinnuskólanum að senda það til vogar.laun@sudurnesjabaer.is.