Undanfarin ár hefur Landvernd staðið að verkefninu „Vinnuskólar á grænni grein“ og í ár mun Vinnuskólinn í Vogum taka þátt!
Vinnuskólar eru meðal þeirra skóla sem geta tekið þátt í verkefninu Skólar á grænni grein. Þar sem vinnuskólar starfa eingöngu yfir sumartímann er vinnuferli þeirra ólíkt því sem gerist hjá öðrum skólum, eitt grænfánatímabil hjá vinnuskóla er því 2-3 mánuðir. Fer það þannig fram að á starfstíma Vinnuskólans fara þáttakendur Vinnuskólans í gegnum 7 skref sem lögð eru fyrir af Landvernd. Í lok sumar er umsókn um grænfána og greinagerð skilað inn þar sem starfsemi sumarsins er útlistuð, þ.e. hvernig skrefin sjö voru stigin. Í kjölfarið kemur starfsmaður Skóla á grænni grein í úttekt og metur hvort skólinn fái að flagga grænfánanum fyrir tímabilið. Oftast fer grænfánaafhending þó ekki fram fyrr en sumarið á eftir þar sem ansi fámennt er í vinnuskólum eftir lok tímabilsins.
Þetta verður spennandi nýjung hjá Vinnuskólanum og verður gaman að fylgjast með framgangi verkefnisins í sumar!
Frekari upplýsingar um Vinnuskóla á grænni grein má finna hér.