Vinnslutillaga vegna deiliskipulags fyrir Hafnargötu 101

Mánudaginn 10. mars n.k. verður opið hús á bæjarskrifstofunni þar sem vinnslutillaga vegna deiliskipulags fyrir Hafnargötu 101 mun liggja frammi og mun verkefnastjóri umhverfis- og skipulagssviðs taka við ábendingum. 

Um er að ræða vinnslutillögu sem var afgreidd til kynningar á fundi bæjarstjórnar þann 26.2.2025 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Hvetjum við alla áhugasama til þess að kynna sér vinnslutillöguna og koma á framfæri ábendinum ef svo ber undir.

Deiliskipulagsuppdráttinn má jafnframt nálgast hér.