Í famhaldi af því að eldingavari við tengivirkið á Fitjum bilaði og olli víðtæku rafmagnsleysi sl. mánudag, vill Landsnet hf. við upplýsa um næstu skref en nauðsynlegt reynist að taka línuna út vegna viðgerða í kjölfarið á trufluninni.
Landsnet hefur verið í góðu sambandi við virkjanir og stórnotendur á svæðinu, aukið viðbúnað, skoðað veðurspár og annað sem þarf að falla með til að hægt verði að ljúka viðgerðum.
Til stendur að taka línuna úr rekstri kl. 09.00 laugardaginn 21. janúar og er reiknað með að aðgerðin standi til klukkan 15.00. Á meðan Suðurnesjalína 1 er úr rekstri verður kerfið á svæðinu rekið í svokölluðum eyjarekstri, þ.e. rekstur orkukerfisins á Suðurnesjum er frátengdur flutningskerfinu, beint frá jarðavarmavirkjunum á svæðinu.
Það er góð reynsla af því að fara í stýrðar aðgerðir í eyjarekstri á svæðinu og allur undirbúningur miðast við að vel gangi og að ekki komi til straumleysis. Ef upp kemur sú staða að eyjan heldur ekki, þrátt fyrir stýrða aðgerð og til þess kæmi að rafmagn færi af Reykjanesi tekur um eina klst. að bakka út úr aðgerðinni. Í kjölfarið yrði þá að finna nýjan tíma, nýjan glugga til að fara í viðgerð.
Settar verða tilkynningar á miðla Landsnets um hvenær línan verður tekin úr rekstri og aftur þegar hún er komin inn.