Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið:
” Miðsvæði – Yfirborðsfrágangur
Gangstéttar - Gangstígar - Kantsteinar - Þökulögn ”.
Verkið er fólgið í yfirborðsfrágangi á miðsvæði í Vogum við göturnar Skyggnisholt, Lyngholt og Breiðuholt og felst í m.a. í gerð gangstétta, gangstíga, kantsteins og þökulögn ásamt lítilsháttar lagnavinnu. Er þessu nánar lýst á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 250 m3
Fyllingar 750 m3
Malbik 2880 m2
Vélsteyptur kantsteinn 1200 m
Þökulögn 3500 m²
Verklok skulu vera eigi síðar en 1. september 2021.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið sigurdurh@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.
Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021.
Tilboðum skal skilað í tölvupósti á netfangið sigurdurh@t-sa.is eigi síðar en miðvikudaginn, 21. apríl 2021 kl. 10:00. Opnun tilboða fer fram á fjarfundi með „Teams“, fundarkerfi miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 11:00. Þeir bjóðendur sem vilja tengjast opnunarfundinum skulu senda beiðni um það á netfangið sigurdurh@t-sa.is eigi síðar en kl. 10:00 á opnunardag tilboða og verður þeim þá sendur hlekkur til að tengjast fundinum.