Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins 2024

Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins voru veitt við hátíðlega athöfn á Fjölskyldudögum. Umhverfisnefnd svetitarfélagsins velur þá garða eða þau verkefni hverju sinnis sem nefndin telur hafa staðið sig vel á árinu í málaflokknum.

Að þessu sinni voru veitt tvenn verðlaun. Fyrir fallegasta garðinn hlutu þau Hrönn Sigurðardóttir og Eiður Örn Hrafnsson verlaun fyrir einstaklega vel hirtan og fallegan garð að Vogagerði 14. Þótti nefndinn standa uppúr vel hirt trén, fjölbreytt flóra af gróðri og klöpp sem fær fallega að njóta sín.

Umhverfisnefnd vil einnig hrósa öðrum görðum í sveitarfélagin þar sjá má að mikið hefur verið lagt í að rækta upp, snyrta og fegra garðana. Þar ber að nefna Brekkugötu 16, Breiðuholt 4 og Heiðargerði 19. Þetta eru garðar sem munu án efa eiga koma til greina til verðla á næstunni. Einnig vil nefndin hrósa eigendum Vogagerðis 17 fyrir snyrtilegan garð ár eftir ár, en í þessum snyrtilega garði er margt skemmtilegt er að sjá og augljóst að alltaf er mikill metnaður lagður í að gera garðinn fallegann og skemmtilegann.

Einnig hlaut Stóru-Vogaskóli verðlaun fyrir landgræðslustarfs sitt. Nemendur hafa með aðstoð kennara og annarra starfsmanna skólans sinnt uppgræðslu nær samfellt í fjóra áratugi. Á vorin er einum kennsludegi varið til að græða upp. Þá er sáð grasfræi, áburði dreift og trjáplöntur gróðursettar.

Jafnframt var Særúnu Jónsdóttur fyrrrum kennara við skólann veittur blómvöndur sem þakkir fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu landgræðsluverkefnisins. Særún hefur verið drifkraftur verkefnisins í gegnum árin og var því vel að því komin að fá sérstaka viðurkenningu fyrir sín frábæru störf