Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. (áður Stofnfiskur hf.). Um er að ræða landeldi í Vogavík, Vogum, þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 500 tonn. Rekstaraðili hefur verið með starfsleyfi til eldis á 200 tonnum.
Skipulagsstofnu birti álit sitt um mat á umhverfisáhrifum þann 10. maí 2021 þar sem niðurstaðan er að helstu neikvæðu áhrif vegna aukningarinna séu takmörkuð. Helst munu þau felast í raski á leirum, jarðminjum, grunnvatni og vatnsbóli. Áhrif vegna aukningar næringarefna sem berast frá eldinu þynnist hratt út í viðtaka en máli skipti hvaða leið verði valin m.t.t fráveitu.
Umhverfisstofnun tekur undir mat Skipulagsstofnunar og metur að helstu áhrif er snúa að losun vera í formi aukins magns næringarefna bæði á föstu formi og uppleystu sem munu verða losuð í viðtakann. Í starfsleyfi eru ákvæði þar sem hægt er að gera aukna kröfu um hreinsun fari rekstaraðili yfir þau mörk sem sett hafa verið í leyfið.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202001-215, allar athugasemdir verða birtar við útgáfu.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 7. desember 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Hægt er að kynna sér málið nánar á vef Umhverfisstofnunar