Tilkynning frá neyðarstjórn Sveitarfélagsins Voga

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi Almannavarna vegna óveðurs sem spáð er á næsta sólarhring. Hættustig Almannavarna gildir þar til veður gengur niður á morgun fimmtudaginn 6. febrúar 2025.

 

Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem er áætlað að gildi frá því upp úr kl 7:00 í fyrramálið og fram yfir hádegi. Fólk er almennt varað við að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

 

  • Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður á morgun.
  • Íþróttamiðstöð og sundlaug að Hafnargötu 17 verður lokuð í fyrramálið og til kl 13:00.
  • Bókasafn Stóru-Vogaskóla og Lestrarfélagsins Baldurs verður lokað á morgun.
  • Félagsstarf aldraðra í Álfagerði verður lokað á morgun.
  • Bæjarskrifstofa verður með skerta þjónustu fram til kl 13:00 á morgun.

 

Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir má finna á vefnum vedur.is.

Íbúum er bent á að fylgjast með tilkynningum á heimasíðunni vogar.is sem og á Facebook síðu sveitarfélagsins

Loks er íbúum bent á að fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum.

Förum varlega - Yfirvegun og ró er mikilvæg

Þörf á aðstoð: Neyðarlínan – 112
Þörf á upplýsingum: Hjálparsími Rauða Krossins: 1717

 

English:

The following is an announcement from the Emergency Management of Sveitarfélagið Vogar:

The National Commissioner of the Icelandic Police, in consultation with the Chief of Police, has declared a Civil Protection Alert Level due to the severe weather forecast for the next 24 hours. The Civil Protection Alert Level will remain in effect until the weather subsides tomorrow, Thursday, February 6, 2025.

A red weather warning has been issued, expected to be in effect from around 7:00 AM tomorrow morning and past noon. People are generally advised against traveling unless absolutely necessary.

• Regular school and leisure activities are canceled tomorrow.

• Sports center in Vogar will be closed tomorrow morning until 1:00 PM.

• The Library in Stóru-Vogaskóli will be closed tomorrow.

• Social activities for the elderly in Álfagerði will be closed tomorrow.

 

Further information about weather warnings can be found on vedur.is. Residents are advised to monitor announcements on vogar.is, which will be published if deemed necessary. Finally, residents are advised to follow announcements from Civil Protection.

Let's be careful and show foresight.

Call 1-1-2 when in need of assistance