Ákveðið hefur verið að bjóða upp á þrettándaskemmtun fyrir börn á grunnskólaldri í Sveitarfélaginu. Farið verður eftir öllum sóttvarnarreglum og þess vegna er skemmtunin að þessu sinni einungis fyrir börnin en ekki fullorðna. Þá mun sveitarfélagið bjóða upp á flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Skyggnir sér um og verður hún á svipuðum stað og verið hefur á FJölskyldudögum og vonum við að sem flestir verði þá úti við og njóti hennar en virði að sjálfsögðu allar nándartakmarkanir.
Skemmtunin verður í Aragerði og hefst kl. 18.45 og flugeldasýningin hefst svo kl. 19.30. Nánar má lesa um viðburðinn í viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni.