Þorrablót leikskólans verður föstudaginn 24. janúar 2025. Í tilefni dagsins er eldri borgurum í Vogum boðið í heimsókn til okkar kl. 9:30—10:30.
Kór leikskólans mun flytja nokkur lög og svo gefst gestum tækifæri til að heilsa upp á börnin og að sjálfsögðu fá allir að smakka á hefðbundnum þorramat.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Bestu kveðjur frá börnum og starfsfólki á Suðurvöllum.