Þekkir þú einhvern einstakling á aldrinum 18-40 ára sem hefur unnið ötult starf og á skilið sérstaka viðurkenningu? JCI á Íslandi veitir hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag sem hefur áhrif á samfélagið, hvort sem það er á sviði viðskipta, stjórnmála, menntunar, menningar, siðferðismála, umhverfismála, mannréttinda eða annarra mikilvægra sviða.
Ef þú þekkir einhvern sem hefur skarað fram úr á sínu sviði og er góð fyrirmynd í samfélaginu, hvetjum við þig til að tilnefna þann einstakling á www.framurskarandi.is fyrir 10. nóvember.
Að þessu sinni veitir forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 við hátíðlega athöfn í Grósku þann 4. desember.
Látum gott fólk fá verðskuldaða viðurkenningu – samfélaginu og okkur öllum til góðs.