Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins fyrir árið 2021.

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins fyrir árið 2021.

Íþróttamaður ársins verður að vera búsettur í Vogum eða keppa fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu. Tilnefndir íþróttamenn skulu vera orðnir 16 ára eða eldri. Heimilt er að nefna ungling 14-16 ára sem keppir í flokki fullorðinna og hefur ná það góðum árangri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein.

Allar tilnefningar skulu vera rökstuddar. Íþróttamaður ársins í Vogum hlýtur við útnefningu farandbikar til eins árs og bikar til eignar.

Val á íþróttamanni ársins verður tilkynnt miðvikudaginn 29. desember við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal með fyrirvara um breytingar vegna aðgerða við Covid19 og verður tilkynnt á Vogar.is og með tölvupósti.

Hvatningaverðlaun sveitarfélagsins verða einnig veitt við sama tækifæri. Öllum íþróttafélögum og einstaklingum í Vogum er heimilt að tilnefna til hvatningaverðlauna. Verðlaunin hlýtur einstaklingur eða einstaklingar sem er framúrskarandi í ástundun, áhugasemi, hegðun innan vallar sem utan og er góður félagi og fyrirmynd annarra barna og unglinga.

Tilnefningar ásamt rökstuðningi sendast á gudmundurs@vogar.is eða í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu, stílað á íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir 1. desember.

 

Reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Sveitafélaginu Vogum