Sveitarfélag ársins 2023

Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri tekur við viðurkenningunni sem Trausti Björgvinssson formaður Starf…
Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri tekur við viðurkenningunni sem Trausti Björgvinssson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja afhenti við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Í dag, 12. október 2023 voru veitt verðlaun fyrir þau fjögur sveitarfélög sem hlutu bestu niðurstöður könnunar um Sveitarfélag ársins 2023.

 

Sveitarfélagið Vogar var veitt viðurkenning fyrir 3. sætið í könnuninni en veittar er viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

 

Í fyrsta sæti er Grímsnes- og Grafningshreppur, í öðru sæti er Bláskógabyggð og í fjórða sæti er Sveitarfélagið Skagaströnd.

 

Sveitarfélag ársins 2023 er samstarfsverkefni tíu stéttarfélaga bæjarstarfsmanna innan BSRB.

 

Fulltrúar sveitarfélaga ársins og stéttarfélaganna sem standa að verkefninu Sveitarfélag ársins

Fulltrúar sveitarfélaganna sem hlutu viðurkenningu árið 2023 ásamt fulltrúum stéttarfélaganna sem standa að verkefninu Sveitarfélag ársins

 

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar:

2023 | Sveitarfélag ársins Niðurstöður

Heimasíða Sveitarfélags ársins