Í gær, 17. október 2024 voru veitt verðlaun fyrir þau fjögur sveitarfélög sem hlutu bestu niðurstöður könnunar um Sveitarfélag ársins 2024.
Sveitarfélaginu Vogum var veitt viðurkenning fyrir 4. sætið í könnuninni en veittar er viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.
Í ár voru það þessi sveitarfélög sem hlutu viðurkenningar:
1. sæti Skeiða- og Gnúpverjahreppur
2. sæti Sveitarfélagið Skagaströnd
3. sæti Bláskógarbyggð
4. sæti Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélag ársins 2024 er samstarfsverkefni tíu stéttarfélaga bæjarstarfsmanna innan BSRB.
Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar:
2024 | Sveitarfélag ársins Niðurstöður
Heimasíða Sveitarfélags ársins