Sumarstörf í sveitafélaginu Vogum.

Sumarstörf í Vogum 2021

 

Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu sumarið 2021.

Flokkstjóri Vinnuskóla


Vinnuskólinn leitar af flokksstjórum til að starfa við skólann sumarið 2021. Starfstímabil er frá 17. maí til 20. ágúst. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og hafi; ríka þjónustulund,
Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga er vímulaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Guðmundur Stefán, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 793-9880.

Umsjónarmaður leikjanámskeiðs

Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé á 19. aldursári eða eldri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Guðmundur Stefán, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 793-9880.

Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð
Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 18 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf seinnipart maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum.
Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Héðinn, Forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 699-3000.

Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 22. mars
Allir eru hvattir til að sækja um ofangreind störf.

Umsóknir sendist rafrænt á skrifstofa@vogar.is fyrir 22.mars næstkomandi