Líkt og fram hefur komið þá er það markmið neyðarstjórnarinnar að miðla á sem bestan hátt upplýsingum til bæjarbúa og tökum við gjarnan við ábendingum sé eitthvað óljóst. Gott upplýsingaflæði er lykillinn að góðu samstarfi milli bæjarbúa og bæjaryfirvalda.
Að því tilefni þá viljum við upplýsa Vogabúa um að vatnsból okkar Vogabúa er staðsett við Stapann, rétt við Stofnfisk. Staðsetning vatnsbólsins gefur okkur Vogabúum gott öryggi hvað neysluvatn varðar þrátt fyrir þær jarðhræringar sem standa nú yfir. Þetta vatnsból þjónustar bara okkur Vogabúa og teljum við því ekki stafa hætta ef allt fer á versta veg. Jafnframt teljum við okkur í ágætum málum hvað varðar afhendingaröryggi á rafmagni, en fari svo að rafmagnið detti út þá mun vararaaflstöð taka við að dæla vatni úr vatnsbólinu.