Starf umsjónarmanns félagsstarfs eldri borgara í Vogum

Sveitarfélagið Vogar auglýsir stöðu umsjónamanns félagsheimilis eldri borgara í Vogum lausa til umsóknar. Starfið heyrir undir fjármálasvið , sem heldur utan um félags-, frístunda- og fræðsluþjónustu sveitarfélagsins.

Vogar er ört vaxandi sveitarfélag með um 1600 íbúa. Sveitarfélagið leggur áherslu á að ráða til starfa fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.

Umsjónamaður leiðir félagsstarf aldraðra og rekstur félagsheimilið, þróar og samhæfir innra starf með aukin þjónustugæði að leiðarljósi. Markmiðið er að halda uppi fjölbreyttu starfi eldri borgara og að rekstur félagsheimilisins sé sem hagkvæmastur. Lögð er áhersla á að viðhalda og örva einstaklinga til bættrar andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með rekstri, starfsmannahaldi og daglegri starfsemi félagsheimilisins
  • Umsjón með eldhúsi, móttöku og framreiðslu hádegisverðar
  • Eftirlit með búnaði og gæðum starfseminnar
  • Samskipti við leigusala og þjónustumiðstöð
  • Upplýsingamiðlun og skráning í kerfi
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann

 

Menntun og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Jákvæðni, framúrskarandi samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fagmennska og frumkvæði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjendur þurfa að geta byrjað fljótlega.

 

Nánari upplýsingar um starf umsjónamanns veitir Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 793 9880

Umsóknir sendist rafrænt á gudmundurs@vogar.is fyrir 10. maí næstkomandi.