Starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar

Byggingarfulltrúi - Sveitarfélagið Vogar

Vogar - Fullt starf
Umsóknarfrestur: 20.08.2024
 

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni:

  • Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins
  • Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum
  • Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga
  • Samskipti við hagsmunaaðila
  • Önnur verkefni tengd byggingar- og framkvæmdamálum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála æskileg
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Um er að ræða 100% starf.

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Elín Dögg Ómarsdóttir, elin@hagvangur.is.