Við biðlum til íbúa að fara varlega út í umferðina í dag. Það var mikil ofankoma í nótt og hafa myndast góðir skaflar víða. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar fóru snemma af stað í morgun og enn er unnið að því að ryðja götur og stíga bæjarins. Lögð er áhersla á að ryðja fyrst allar meginleiðir, þ.e. stofnbrautir og tengivegi en síðan er unnið að því að moka aðrar götur í sveitarfélaginu sem og umhverfi leik- og grunnskóla. Við biðjum þá sem geta að leggja bílum upp við húsin sín en ekki við götur til þess að auðvelda snjómokstur. Jafnframt bendum við á að það er snjóþekja á Reykjanesbrautinni og réttast að fara öllu með gát.
Viðmiðunarreglur fyrir snjómokstur í sveitarfélaginu má finna hér.