Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja komu saman á skemmtikvöldi í vikunni, þar sem m.a. var efnt til spurningakeppni. Alls tóku 6 lið þátt í keppninni, sem voru skipuð fulltrúm íþrótta- og ungmennafélaganna á Suðurnesjum. Fulltrúar Þróttar í Vogum gerðu sér lítið fyrir og komu, sáu og sigruðu keppnina. Keppnisliðið var skipað þeim Róbert Andra Drzymkowski, Adrian Krawczk og Finni Valdimar Friðrikssyni. Á myndinni eru þeir félagarnir að lokinni keppni, með sigurverðlaunin. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur og frammistöðu.