Á heimasíðu okkar höfum við bætt við hnapp sem heitir "Hafa samband". Hnappurinn er staðsettur niðri í hægra horninu á síðunni okkar. Sé ýtt á hnappinn koma upp tveir valmöguleikar, annarsvegar "Neyðarsími" og hinsvegar "Ábendingar".
Sé ýtt á "Neyðarsími" koma upp upplýsingar um neyðarsímanúmer þar sem hægt er að ná í starfsmann þjónustumiðstöðvar utan hefðbundins vinnutíma. Þetta er hugsað til þess að sinna brýnum verkefnum sem upp geta komið utan hefðbundins vinnutíma og krefjast úrlausnar strax. Við biðjum íbúa að virða það og einungis nota þennan síma þegar um ræðir brýna nauðsyn.
Sé ýtt á "Ábendingar" þá opnast ný síða þar sem hægt er að senda inn ábendingar um hvaðeina sem íbúar vilja koma á framfæri til starfsfólks bæjarins. Til þess að ábendingarnar komist greiðlega til skila til viðeigandi aðila er hægt að velja hvort erindið heyri undir umhverfis- og skipulagssvið eða skrifstofu. Undir umhverfis- og skipulagssvið heyra erindi til byggingafulltrúa og umhverfisdeild, þar tilheyra einnig öll skipulagsmál, sorphirðumál, umhirða, viðhald og hvaðeina annað sem hefur með umhverfi sveitarfélagsins að gera. Önnur erindi skulu berast til skrifstofu. Við minnum íbúa á að senda ekki upplýsingar um viðkvæm málefni eða trúnaðarmál í gegnum ábendingagáttina.