Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) tekur reglubundið sýni úr neysluvatni í sveitarfélaginu. Eftir mælingar í Brunnastaðahverfi þann 27. september s.l. vaknaði grunur um kóligeril í vatninu. Neytendur í Brunnastaðhverfi voru upplýstir um þetta í síðustu viku en HES taldi vatnið ekki heilsuspillandi þar sem ekki væri um E. Coli eða saurkólí að ræða.
HES endurtók sýnatökuna á fimmtudaginn síðasta 30. september með sérstaka áherslu á mælingar á saurkokkum. Niðurstöður er góðar og standast gæðakröfur.