Námskeið til Eflingar virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2021

Sveitafélagið Vogar og Félagsmálaráðuneytið bjóða upp á kvöldnámskeið fyrir börn og unglinga í 5 til 10 bekk.

Markmið námskeiðsins er að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga  og auka líkamlega og félagslega virkni þeirra.

Námskeiðið verður fjölbreytt og skemmtilegt með áherslu á að ná til barna í viðkvæmri stöðu.

Við viljum leggja áherslu á að kynnast öðrum og prófa nýja hluti.

Umsjónamaður og skipuleggjandi námskeiðsins er  Alexandra Björk Lísudóttir og emailið hennar er virkninamskeid@vogar.is

 

Námskeiðin verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og byrja klukka 16:30 (SJÁ DAGSKRÁ)

Skráning á námkeiðið er á HÉR

LOKAFRESTUR til að skrá sig er 11.júní klukkan 24:00

 

Dagsskrá:

Vika 1

Mánudagurinn, 14. Júní. Kl 16:30 – 18:30

Tafl og spiladagur.

Fyrsti dagurinn ætlum við að kynnast hvort öðru.

Þriðjudagurinn, 15. Júní. Kl 16:30 – 18:30

Veiða

Ef einstaklingur á ekki veiðistöng reddum við því.

Fimmtudagurinn, 17. Júní.

Frí

 

Vika 2

Mánudagurinn, 21. Júní. 16:30 – 18:30

Frisbígólf

Við verðum með frisbídiska fyrir alla.

Þriðjudagurinn, 22. Júní. 16:30 – 18:30

Sund í vogum.

Fimmtudagurinn, 24. Júní. 16:30 – 19:30

Labba upp á  Þorbjörn og grilla.

 

 

Vika 3

Mánudagurinn, 28. Júní. 16:30 – 18:30

Íþróttadagur, Fjölbreytt (Dæmi um sem verður í boði: karfa, skotbolti, crossfit)

Mæta í íþróttafatnaði

Þriðjudagurinn, 29. Júní. 16:30 – 19:30

Kayak

Fimmtudagurinn, 1 júlí. 16:30 – 18:30

Gólf á vatnsleysu

 

Vika 4

Mánudagurinn, 5 júlí. 16:30 – 18:30

Kósýdagur, horfa á bíómynd og spila

Þriðjudagurinn, 6 júlí. 16:30 – 18:30

Fjöruferð og smá fyrirlestur um hvað má borða af því sem við finnum þar.

Fimmtudagurinn, 8 júlí. 16:30 – 20:30

Keila og Shake and pizza.