Melkorka sigraði söngkeppni Samfés 2012

Melkorka Rós Hjartardóttir, frá félagsmiðstöðinni Borunni í Vogum á Vatnsleysuströnd, bar sigur úr býtum á Samfestingnum, söngkeppni félagsmiðstöðva sem haldin var í Laugardalshöll um helgina.

Melkorka söng íslenska útgáfu af lagi Eltons John, Your Song. Íslenska textann við lagið gerðu Bríet Sunna og Gísli Þórarinsson.

Keppninni var sjónvarpað í beinni útsendingu á Rúv og er hægt að horfa á upptöku frá keppninni inni á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is og í sjónvarpi Símans.

Við óskum Melkorku innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur og vitum að hún á eftir að láta mikið að sér kveða á tónlistarsviðinu í framtíðinni.

Starfsfólk félagsmiðstöðvar