Landshlutasamtökin boða til opins fundar um Matvælasjóð, fimmtudaginn 3. júní kl. 13.00.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Fundurinn fer fram á Zoom þar sem hægt verður að taka þátt í umræðum og spurja spurninga en kynningunni verður einnig streymt á Faceook síðu landshlutasamtakanna,:
Við hvetjum alla umsækjendur til að hafa samband við ráðgjafa í sínum landshluta til að fá aðstoð við umsóknarskrif.
Suðurnes/SSS/Heklan:
Dagný Gísladóttir (dagny@heklan.is) og Logi Gunnarsson (logi@sss.is)