Marko Blagojevic, knattspyrnumaður, valinn Íþróttamaður ársins í Vogum árið 2017

Marko Blagojevic er fæddur 1985 í Serbíu, nú búsettur í Vogum. Hann var í sumar lykilmaður í liði Þróttar í Vogum sem tryggði sig upp í 2. deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Marko spilaði í vörn og fékk liðið á sig næst fæst mörkin í deildinni. Hann er öruggur á bolta, með frábærar staðsetningar og góðar sendingar, mikill félagsmaður og góð fyrirmynd.
Ferill Marko á Íslandi er á þá leið að hann lék með Víði Garði í 2. deild 2008 – 2009;  Vöslungi í 2. deild og 1. deild. 2012 – 2013;  KF Í 2. deild 2014;  Magna Grenivík í 2. deild 2016;  og svo Þrótti Vogum nú árið 2017.


Val á íþróttamanni ársins er samstarfsverkefni Frístunda og menningarnefndar, íþróttafélaga í Sveitarfélaginu Vogum og íbúa sveitarfélagsins. Í ár voru þrír öflugir íþróttamenn tilnefndir: Adam Árni Róbertsson, knattspyrnumaður, f. 1999, leikur nú með Keflavík, Emil Barja, körfuknattleiksmaður, f. 1991, leikur með Haukum, og Marko Blagojevic – knattspyrnumaður, sem leikur nú  með Þrótti, Vogum.