Málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir

Mánudaginn 24. mars verður haldið málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir á Suðurnesjum og fer það fram í Hljómahöll frá kl. 17:00 - 19:00.

Málþingið er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins NES, Íþróttabandalags Suðurnesja, Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íþróttasambands fatlaðra.

Á málþinginu verður rætt hver staða barna með fatlanir er í íþróttum á Suðurnesjum, hvað er í boði í dag fyrir þessi börn og hverjar hindranirnar eru fyrir því að þau séu ekki að skila sér inn í íþróttastarf. Einnig verður rætt hver framtíðarsýnin er í þessum málum hér á Suðurnesjum.

Við vitum hvað íþróttastarf er gríðarlega mikilvægt fyrir börn og ungmenni. Á landsvísu eru einungis 4% barna með fatlanir í íþróttum og er prósentan hér á Suðurnesjum enn lægri. Viljum við að öll börn hafi tækifæri til að æfa íþróttir og er þetta því þarft umræðuefni.

Viðburður á facebook