Það spáir mjög vondu veðri aðfararnótt morgundagsins, 7. febrúar, og búið er að gefa út rauða viðvörun. Skrifstofa sveitarfélagsins, þjónustumiðstöð og íþróttamiðstöð verða lokaðar fram eftir morgni á morgun og verður staðan tekin kl. 10 eða þegar veðrið gengur niður og tilkynt um opnun hér á síðunni.
Foreldrar og forráðamenn barna í leik- og grunnskóla eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um skólahald, sem gera má að falli niður a.m.k. fyrri hluta dags.
Við hvetjum íbúa til að koma lausamunum í skjól eða tryggja það að þeir fjúki ekki og ganga vel frá öllu sem fokið getur.