Ljósleiðarinn - fyrstu heimilin tengd í dag, kaka í tilefni dagsins!

Heimili í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa nú verið tengd við gæðasamband Ljósleiðarans og býðst háhraðatenging. Fyrstu heimilin verða tengd föstudaginn 6. okóber og geta íbúar haft samband við sitt fjarskiptafélag og óskað eftir tengingu við Ljósleiðarann. Í tilefni dagsins mætti Dolores Rós Valencia, verkefnastjóri hjá Ljósleiðaranum, í Íþróttamiðstöðina með köku fyrir íbúa.

"Það er alltaf svo gaman að koma til Voga, hér eru öll svo vinaleg og vel tekið á móti okkur. Mig langar að óska íbúum og sveitarfélaginu öllu til hamingju með þennan áfanga. Með Ljósleiðaratengingu verður enn meira spennandi fyrir fólk í fjarvinnu að búa á svæðinu" segir Dolores

sem Ljósleiðarinn hefur umsjón með að tengja og eru nú tilbúnar að fullu eru: Aragerði, Kirkjugerði, Heiðargerði, Hofgerði, Fagridalur, Leirudalur, Breiðuholt, Grænaborg og Skyggnisholt. Þær götur sem hafa tengst að hluta eru Hafnargata, Tjarnargata, Vogagerði, Akurgerði, Iðndalur, Suðurgata og Lyngholt. Gert er ráð fyrir að öll heimili geti tengst fyrir lok árs 2023. Á ljosleidarinn.is er hægt að fletta upp heimilisfangi til að athuga hvort hægt sé að tengjast og skrá áhuga fyrir tengingu.