Markmið námskeiðanna er að börnin kynnist sem flestum útileikjum og verði virkir þátttakendur í starfinu. Einnig er markmiðið að þátttakendur fái uppbyggileg og þroskandi verkefni sem þau hafa gaman af.
Umsjónamaður leikjanámskeiða verður Marín Rún Guðmundsdóttir.
Þátttakendur fá léttan hádegisverð sem er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Mikilvægt er að nesti barnanna sé hollt og gott.
Farið verður í gönguferðir, kynnisferðir, fræðsluferðir og margt fleira. Mikilvægt er að börnin séu ávallt klædd eftir veðri.
Skráning á námskeiðin er í íþróttamiðstöð.
Greiðsla fyrir námskeiðin fer fram við skráningu.
Gjaldskrá leikjanámskeið Leikjanámskeið:
Afsláttur fyrir annað barn 50%
Afsláttur fyrir þriðja barn 75%
Afsláttur fyrir fjórða barn og 100%
Námskeiðin verða eftirtaldar vikur:
9.-11 júní (3 dagar)
14. - 18. júní (4 dagar)
21. - 25. júní,
28. - 02. júlí,
5. - 9. júlí
19. – 23. júlí
26.- 30 júlí
3. – 6. ágúst (4 dagar)
09 -13. ágúst
16.-20. ágúst
Athugið að ágústnámskeið eru einnig í boði fyrir börn fædd 2016