Laust starf Vallarstjóra á íþróttasvæði Sveitarfélagsins Voga

Laust starf Vallarstjóra á íþróttasvæði Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar auglýsir eftir vallarstjóra á íþróttasvæði sveitarfélagsins. Við leitum að öflugum og ábyrgum einstaklingi sem hefur áhuga á að sjá um viðhald og umsjón með íþróttasvæðinu í Vogum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegt eftirlit og umhirða á íþróttasvæðinu, þar með talið grasvellir, sparkvellir, göngustígar og aðstaða á svæðinu.
  • Viðhald og lagfæringar á vallarsvæði, þar með talið sláttur og áburðargjöf.
  • Umsjón með merkingum, girðingum, áhorfendaaðstöðu og búnaði.
  • Samstarf við íþróttafélög og aðra notendur svæðisins um nýtingu og skipulagningu á æfingum og viðburðum.
  • Samskipti við verktaka, þjónustuaðila og sveitarfélagið um nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir.
  • Tryggja öryggi notenda svæðisins með reglulegu eftirliti og úrbótum eftir þörfum.
  • Umsjón með birgðum og tækjum sem notuð eru við umhirðu og viðhald.
  • Þátttaka í skipulagningu og þróun íþróttasvæðisins í samráði við yfirvöld og íþróttafélög.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegum störfum eða viðhaldi íþróttamannvirkja er kostur.
  • Færni í umhirðu grænna svæða og almennu viðhaldi.
  • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Bílpróf.

Vinnutími: Vinnutími getur verið breytilegur eftir árstíðum og verkefnum, með áherslu á sveigjanleika í tengslum við viðburði og þörf fyrir viðhald.

Launakjör: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir og frekari upplýsingar: Umsóknir og frekari upplýsingar um starfið skulu berast til Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs í síma 440 6200 eða á hannalisa@vogar.is

Umsóknarfrestur er t.o.m 10. apríl. Við hvetjum öll til að sækja um starfið.