Sveitarfélagið Vogar óskar eftir því að ráða drífandi og jákvæðan einstakling í starf leikskólastjóra við Heilsuleikskólann Suðurvelli. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.
Heilsuleikskólinn Suðurvellir er 4 deilda leikskóli sem starfar eftir heilsustefnu og hefur hlotið formlega viðurkenningu sem heilsuleikskóli. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hollt mataræði, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi. Nýr leikskólastjóri mun taka virkan þátt í undirbúningi að byggingu og rekstri nýs leikskóla í Vogum og áframhaldandi vinnu sem miðar að því að þróa áfram heildstæða þjónustu við börn og fjölskyldur þar sem velferð íbúa er ætíð höfð að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
- Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnumörkun sveitarfélagsins
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun
- Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins
- Samskipti og samstarf við foreldra
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun og leyfisbréf kennara
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af stjórnun skóla er æskileg
- Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð