Lausar stöður í Stóru-Vogaskóla

Vegna ört stækkandi sveitarfélags og fjölgunar nemenda í Stóru-Vogaskóla, í Vogum við Vatnsleysuströnd, vantar okkur kennara og starfsfólk í eftirfarandi stöður:

  • Umsjónarkennara á yngsta- og miðstig
  • List- og verkgreinakennara
  • Dönsku- og sérkennara
  • Stuðningsfulltrúa
  • Frístund (eftirskólaúrræði)
  • Bókasafnskennara/Bókasafnsfræðing 50%

 

Stóru-Vogaskóli er 200 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

 

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru.

Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu skal fylgja umsókn
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
  • Góð tölvukunnátta
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Áhugi á að starfa með börnum

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

 

Umsóknum skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl. Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is

 

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250.