Laus staða við Heilsuleikskólann Suðurvelli

Laus staða við Heilsuleikskólann Suðurvelli

17. 09. 2024

 

Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða sérkennara eða þroskaþjálfa. Ef ekki tekst að ráða í stöðuna þá kemur til greina að ráða starfsmann með menntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Suðurvellir er fjögurra deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Leyfisbréf kennara/þroskaþjálfa (leyfisbréf fylgi umsókn)

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Góð íslenskukunnátta

Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Hrólfsdóttir leikskólastjóri, í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is

Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. og sótt er um starfið á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is undir hnappnum: Upplýsingar - Starfsumsókn,

Vakin er athygli á að starfið hentar einstaklingum óháð kyni.