Við leitum að metnaðarfullum og hæfum einstaklingi til að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra tímabundið við Stóru-Vogaskóla skólaárið 2025-2026 vegna námsleyfis. Starfið felur í sér að styðja við skólastjóra í daglegum rekstri skólans og samskipti við nemendur og foreldra.
Í Stóru-Vogaskóla eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í ört stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.
Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð sbr. 11. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.
Umsóknum skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl. Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri.