Eins og flestum er nú kunnugt um þá tók Vinnuskólinn þátt í Grænfánaverkefni Landverndar í fyrsta skipti árið 2023. Heppnaðist verkefnið einstaklega vel og hlaut Vinnuskólinn Grænfánann í lok sumarsins og urðum við því 1 af 5 vinnuskólum á landinu sem stoltir geta flaggað fánanum.
Í vor var aftur farið af stað í verkefnið og voru væntingarnar háar því ekki kom annað til greina en að vinna okkur inn fyrir Grænfánanum aftur. Þemað sem krakkarnir völdu í ár var Vistheimt. En með vistheimt er átt við endurheimt vistkerfis. Vistheimt bætir landgæði, gróður, jarðveg og eykur líffræðilegra fjölbreytni. Dæmi um vistheimtar verkefni sem vinnuskólinn tók sér fyrir hendur voru sáning, gróðursetning og áburðargjöf. Einnig voru valin ákveðin svæði sem voru tileinkuð verkefninu "viljandi villt". Þeim svæðum var leyft að vaxa og dafna. Með því að draga úr slætti eða jafnvel hætta alveg að slá sprettur upp fjölbreyttur blómagróður. Það er þó ekki eini kosturinn við verkefnið Viljandi villt en einnig má nefna að það styður við að færa náttúru inn í þéttbýlið það eykur líffræðilega fjölbreytni bæði í gróðri og dýralífi og fegra umhverið.
Sigurlaug Arnardóttir kom á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins nýverið og afhenti verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs, Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur, Grænfánann fyrir hönd Landverndar.