Kjötsúpubikarinn 2024

Laugardaginn 21.september fór fram keppni í boccia milli bæjarstjórnar sveitarfélagsins Voga og eldri borgara í Vogum. Sigurlaunin var hinn margrómaði Kjötsúpubikar. En keppni um hann var endurvakinn í fyrra, eða 2023. Fjögur lið tóku þátt, tvö úr bæjarstjórn og tvö lið skipuð eldri borgurum. Keppnin var hörð til að byrja með og var nokkuð jafnt eftir fyrri umferð. Eldri borgarar mættu tvíelfdir til leiks í seinni umferð og endaði keppnin 36 -16. Eftir mótið gæddu sér svo allir á gómsætri kjötsúpu í veislusal íþróttamiðstöðvarinnar.