Guðrún Erla Guðjónsdóttir er 22 ára Vogabúi. Hún er að stórum hluta til alin upp í Vogum og býr þar nú. Guðrún er bakari að mennt og að auki með Konditor nám að baki og starfar í Mosfellsbakaríi.
Kaka Guðrúnar var valin kaka ársins í ár en það er Landssamband bakarameistara sem velur þá köku árlega. Kakan er með Doré karamellu-mousse með parrion-kremi og heslihnetumarengsbotni. Fréttaritari heimasíðunnar getur vottað um að þetta er stórkostleg kaka!
Við óskum Guðrúnu til hamingju með sigurinn og góðs gengis í áframhaldandi störfum. Ekki spillir fyrir að hún er búin að opna á þann möguleika að opna hér bakarí.
Nánar má lesa um þetta mál í eftirfarandi fréttum, þessi listi er þó alls ekki tæmandi. Þá er ítarlegt viðtal og umfjöllun um Guðrúnu í nýjasta tölublaði Víkurfrétta
Kaka ársins 2023 komin í sölu - Vísir (visir.is)
Kaka ársins 2023 | Mosfellsbakarí (mosfellsbakari.is)
Kaka ársins er sæt fyrir konurnar (frettabladid.is)