Á sunnudaginn fór fram val á íþróttamanni Sveitarfélagsins Voga og hvatningaverðlaun voru veitt. Þrír voru tilnefndir og hreppti einn þeim titilinn Íþróttamaður Sveitarfélagsins Voga.
Hvatningaverðlaun 2022
Hvatningarverðlaun eru veitt ungu og efnilegu íþróttafólki fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum. Þetta árið var það Bragi Hilmarsson sem hlotnaðist sá heiður að fá þá viðurkenningu en hann æfir körfubolta með UMFN og spilar með 11. flokki. Bragi hóf að æfa körfubolta haustið 2021 eftir að hafa varið ófáum stundum á skólalóðinni við Stóru-Vogaskóla við skotæfingar. Bragi er fjölhæfur íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri í mörgum íþróttagreinum, hann á að baki bæði íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum og júdó.
Þrjú tilnefnd til íþróttamanns ársins 2022
Marteinn Ægisson var tilnefndur fyrir góðan árangur í utan vega hlaupum. Marteinn er mikil fyrirmynd og fyrir utan að stunda hlaup er hann mikill drifkraftur í íþróttalífinu í Vogunum.
Jón Gestur Ben Birgisson var tilnefndur fyrir frábæran árangur með meistaraflokki Einherja. Hann spilaði flesta leikina og var hann mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta keppnistímabili.
Íþróttamaður Voga 2022
Aðalheiður Lára eða Heiða Lára eins og hún oftast er kölluð Var að lokum valin Íþróttamaður Voga 2022. En hún hefur verið einn fremsti keppandi Skotgrundar um árabil og hefur náð eftirtektarverðum árangri á landsvísu. Heiða Lára hefur verið framúrskarandi í flokki kvenna og hefur þar að auki keppt í blönduðum flokki með góðum árangri. Árið 2022 hefur Heiða Lára keppt á 23 mótum. Hún hefur unnið til 10 gullverðlauna, 5 silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Hún varð veiðiriffla meistari kvenna, Silhouette meistari kvenna með fullt hús og Íslandsmeistari í loftbyssugreinum. Þar að auki varð hún Íslandsmeistari í blönduðum flokki í BR50 og bætti Íslandsmetið um 18 stig.