Sveitarfélagið Vogar vinnur að greiningu sameiningarvalkosta. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sveitarfélgsins ef til sameingar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.
Boðað er til íbúafundar fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 20:00 - 21:30 í Tjarnarsal. Á fundinum verður kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa.
Spurt verður hvort Sveitarfélagið Vogar eigi að hefja sameiningarviðræður. Ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi? Að lokum, hver ættu að vera áhersluaatriði Sveitarfélagsins Voga í viðræðum?
Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu sveitarfélagsins.
Á fundinum verður notast við rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.
Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðunu menti.com Slá þar inn töluröð sem gefin verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.
Hlekkur á útsendingu fundarins er hér:
https://m.youtube.com/watch?v=2hxCZUAMqwM