Íbúafundur - Stefnumótun HSS

Kæru íbúar

Við á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja höfum hafið vegferð við stefnumótun fyrir stofnunina með það að markmiði að veita framúrskarandi fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónustu.

Ætlunin er að móta stefnu HSS til næstu þriggja ára. Í stefnunni verður greint frá markmiðum ásamt almennum áherslum og hvernig þeim verið náð. Við munum gera grein fyrir mælikvörðum og við miðum sem verða lögð til grundvallar mati á árangri starfseinnar. Stefnan verður síðan staðfest af heilbrigðisráðherra og kynnt síðar á árinu.

Markmiðið er að byggja upp sterka ímynd og efla traust til stofnunarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að vita skoðanir íbúa á því hvað HSS gerir vel, hvað má gera betur og hvaða áherslur íbúar vilja að verði í starfseminni næstu árin.

Því bjóðum við ykkur á fund með okkur þann 5. júní kl. 17:00-18:30 i Hljómahöllinni og væntum við þess að sjá sem flesta

Vinsamlega skráið þátttöku á fundinn fyrir 3. júní með því að senda tölvupóst á netfangið stefnumotun@hss.is.

Til að geta tekið sem best á móti ykkur og raða í hópa væri gott að hafa upplýsingar um nafn, búsetu og aldur í tölvupóstinum.

Með kærri kveðju,

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri HSS

 


 

Dear residents,

 

We at the Health institution of Suðurnes (HSS) have started a journey to develop a strategic plan for our institution with the goal of providing outstanding primary and secondary healthcare services.

Our intention is to formulate a strategy for the next three years. This strategy will outline our objectives, general priorities, and the means by which we will achieve them.

We will present the key milestones and standards that will form the basis for evaluating the success of our operation. The strategy will then be approved by the Minister of Health and introduced later this year.

Our goal is to build a strong imagen and enhance trust in HSS. To achieve this, it is essential to understand resident‘s opinions on what HSS does well, what could be improved and what priorities residents would like to see in our operations over the coming years.

Therefore, we invite you to a meeting with us on June 5th in Hljómahöllin. The meeting will start at 8 PM and end 9:30 PM.

Please register on or before June 3rd by sending us an e-mail stefnumotun@hss.is where you inform us that you will attend and state your name and age so that we can welcome you as best we can.

Sincerely

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, CEO