Vissir þú að beinið af jólahryggnum fer í bréfpokann fyrir matarleifar? Að mandarínukassarnir eiga heima á næstu endurvinnslustöð? Og að gjafapappírinn má fara með papparuslinu?
Um jólin safnast talsvert magn af rusli á heimilum landsins. Það eru jólapappír og merkimiðar, mandarínukassar og matarafgangar og jafnvel ónýtar jólaseríur sem eiga alls ekki heima í almennu rusli. Hér má sjá lista yfir það helsta sem fellur til um jólin og í hvaða flokk það á að fara. Gleðilega hátíð flokkunar og friðar