Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leyfisbréf sem leikskólakennari
Frumkvæði, skipulagshæfni og faglegur metnaður.
Góð hæfni í samskiptum og samstarfi
Góð íslenskukunnátta.
Helstu verkefni:
Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
Fríðindi í starfi:
Heilsustyrkur
Frítt fæði
Lokað milli jóla og nýjárs
Allar nánari upplýsingar veita María Hermannsdóttir leikskólastjóri og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is
Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. og sótt er um starfið á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is