Það er mikið fagnaðarefni að hér í Sveitarfélaginu Vogum sé komin heilsugæsla á ný og að íbúar geti nú sótt heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
Sveitarfélagið Vogar og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undirrituðu í gær, 15. janúar 2025, samning um leigu á aðstöðu fyrir rekstur heilsugæslu að Iðndal 2 og hefur aðstaðan verið innréttuð í samvinnu við HSS og er aðstaðan öll til fyrirmyndar. Stjórnendum og starfsfólki HSS er þakkað fyrir gott samstarf í ferlinu og öllu því starfsfólki sem kom að framkvæmdinni fyrir hönd sveitarfélagsins.
Vonast er til að íbúar nýti vel þá þjónustu sem hér verður veitt.
Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri HSS, undirrita samninginn
Frá vinstri: Guðrún Karítas Karlsdóttir, teymisstjóri heilsugæslunnar í Vogum, Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri HSS og Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslunnar
Þess má geta að heilsugæsluþjónustan er í boði fyrir skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og er sérstaklega ætlað þeim skjólstæðingum sem búsettir eru í Vogum.
Hægt er að skrá sig á heilsugæslustöðina í Vogum á „mínar síður“ á sjukra.is, á heilsuvera.is eða á pappírsformi á heilsugæslunni.