Frístunda- og menningarfulltrúi

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða í stöðu frístunda- og menningarfulltrúa. Frístunda- og menningarfulltrúi skipuleggur íþrótta-, frístunda- og menningarstarf á vegum sveitarfélagsins, mótar og framfylgir forvarnarstefnu sveitarfélagsins ásamt því að skipuleggja þjónustu við eldri borgara í formi tómstunda.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Reynsla af stjórnun og rekstri.
• Reynsla eða þekking á sviði íþrótta-, tómstunda-, forvarna- og menningarmála.
• Reynsla af stefnumótun.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
• Hæfni til að leiða samstarf ólíkra aðila.

Laun samkvæmt samningum stéttarfélaga við LN.
Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á skrifstofa@vogar.is
Upplýsingar veitir Eirný Vals, vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið eirny@vogar.is