Fjölskyldudagar í Vogum 16.-19. ágúst - Dagskrá

Dagskráin á pdf formati

 

Fimmtudagur 16. ágúst
9:00 – 19:00 FJÖLSKYLDUDAGSGOLFMÓT.
Sveitarfélagið Vogar og Golfklúbbur Vatnsleysustrandar halda 9 holu golfmót í tengslum við Fjölskyldudaginn. Spilað verður Texas scramble (tveir saman í liði), samanlögð forgjöf liðs deilt með 3 verður leikforgjöf liðsins. Hámarks leikforgjöf karla 36 og kvenna 36.
Rástímar verða frá kl. 9:00 til kl. 19:00 fimmtudaginn 16. ágúst og geta liðin valið rástíma innan þessara tímamarka.
Skráning í golfskála í síma: 424-6529 eða á netfangið: golfskali@simnet.is
Mótsgjald kr. 2.000,- á lið.

Föstudagur 17. ágúst
17:30 Þróttur bíður upp á andlitsmálingu fyrir börnin í félagsmiðstöðinni.
18:00 VÍGSLA KNATTSPYRNUVALLA. Glæsilegir knattspyrnuvellir vígðir formlega. Fulltrúar frá KSÍ og íslenska landsliðinu mæta á svæðið.
19:00 Þróttur V – Grundarfjörður. Allir á völlinn og hvetja Þróttara til sigurs 21:00 Íbúar koma saman í hverfum, grilla og leggja lokahönd á skreytingar.
22:00 Varðeldur í fjörunni við endann á Hvammsgötu í umsjón Smábátafélagsins Vogum. Trúbadorinn Heiður leiðir sönginn. Sykurpúðar í boði fyrir foreldra til að grilla fyrir yngri kynslóðina.

Laugardagur 18. ágúst
9:30-11:00 DORGVEIÐIKEPPNI. ÖLL börn verða að vera í fylgd með fullorðnum á bryggjunni. Þeir sem eiga björgunarvesti eru beðnir um að mæta í þeim. Allir þátttakendur fá verðlaunapening í boði Motus.
11:15 KASSABÍLARALLÝ. Keppt verður í yngri (10 ára og yngri) og eldri hóp (11 ára og eldri). Verðlaun verða veitt fyrir hraðskreiðasta og flottasta bílinn í hvorum flokki. Allir þátttakendur fá verðlaunapening. Skráning er enn í gangi í N1.
11:30 Hverfaleikar Þríþraut. Við íþróttamiðstöð. Hverfin keppa í sundi, hlaupi og hjólreiðum.
12:15 Formenn nefnda bæjarins leiða saman hesta sína í Ökuleikni.
12:45 ÖKULEIKNI Keppt verður í kvenna og karlaflokki. Keppnin fer fram á planinu við Stóru Vogaskóla. Skráning er enn í gangi í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Sími 440-6220.
14:00-17:00 OPNUN Á SVÆÐI Í ARAGERÐI. Kynnir verður Magnús Jón Björgvinsson. Leiktæki frá Hopp og Skopp einnig verður hoppukastali frá Landsbankanum. Slökkviliðið mætir á staðinn, Stórglæsileg bílasýning á Hábæjartúni. Kvenfélagið Fjóla verður með kakó, kaffi og vöfflusölu. UMFÞ verður með sjoppu á staðnum.  Andlitsmálning og blöðrudýr frá kl. 14:00 – 17:00 í boði Lionsklúbbsins Keilis og Kvenfélagsins Fjólu. Paintball/litbolti verður á gamla tjaldsvæðinu. Handverksmarkaður í Félagsmiðstöðinni, skráning hjá Ingu Rut s: 694-3089. 12:00-19:00 List- og handverkssýning systkina frá Lyngholti í Álfagerði. 15:30-16:30 Teymt undir börnum á Hábæjartúni.
14:00 Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjastjórnar flytur ávarp
Bergur Viðar Guðbjörnsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar afhendir umhverfisverðlaun. (á sviði)
14:20 Bryn ballett akademían (á sviði)
14:30 Brúðubíllinn. Lilli api og félagar mæta hressir og kátir.
15:00 Ingó töframaður sýnir ótrúlegar kúnstir (á sviði)
15:40 Söngkeppni Fjölskyldudagsins – Fyrir alla (á sviði). Ef næg þátttaka verður.  Skráning í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Frekari upplýsingar í síma 440-6224.
15:45 Listflugmaður mætir á svæðið og sýnir listir sínar.
16:00 Sápuboltamót Jóns Sterka. Keppt í tveimur flokkum, 14 ára og yngri / 15 ára og eldri. Skráning er enn í gangi í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Sigurlið fá pizzuveislu frá Jóni Sterka.
16:15 Fjársjóðsleit Sprota fyrir 8 ára og yngri. Mæting við fánastöng í Aragerði. Sproti afhendir glaðning frá Landsbankanum.
17:00 Karamelluflug. Góa gefur karamellur.

Kvölddagskrá
19:00 Hverfagrill
19:30 Hverfaganga, allir að mæta í sínum hverfalit (sjá neðar)
Hverfaleikar
Verðlaunaafhending fyrir hverfaleika og skreytingar.
Íþróttaálfurinn og Solla stirða
Melkorka og Jóhannes Bjarki Bjarkason
Valdimar
Magni
23:00 Flugeldasýning. Skyggnir sér að vanda um stórglæsilega flugeldasýningu.

Vinsamlegast athugið að hundar eru BANNAÐIR á svæðinu


Sunnudagur 19.ágúst

12:00-19:00 List- og handverkssýning systkina frá Lyngholti í Álfagerði.
14:00 Fróðleg og skemmtileg bæjarganga um Vogana undir leiðsögn Viktors Guðmundssonar. Lagt verður upp frá Aragerði kl. 14:00.
16:00-18:00 Þjóðlagahópurinn Osminka frá Tékklandi syngur, leikur og dansar tékkneska þjóðlagatónlist í Álfagerði.
20:00 Kvikmyndasýning í Hlöðunni. Rebecca Moran sýnir tvær myndir: Boulevard eftir Deborah Stratman og stuttmynd á 16 mm filmu.

ATH Aðgangur að öllum viðburðum á sunnudegi er ókeypis

Nánari upplýsingar um dagskrána fást í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224.




Hverfaganga laugardagskvöld
Hverfagangan mun hefjast í græna hverfinu. Lagt verður af stað kl. 19:30. Græna hverfið mun síðan ganga að rauða hverfinu og síðan að gula hverfinu. Gangan endar í Aragerði þar sem hverfaleikarnir fara fram. UMFÞ mun stjórna hverfaleikum.
Græna hverfið: mæting við gatnamótin á Leirdal/Stapaveg.
Rauða hverfið: mæting við gatnamótin á Vogagerði/Ægisgötu.
Gula hverfið: mæting við gatnamótin á Hafnargötu/Austurgötu.
Vonumst til að sem flestir taki þátt í göngunni og mæti í sínum hverfalit.

Hverfaskipting, kóngar og drottningar:

Græna hverfið: Suðurgata, Brekkugata, Hvammsdalur, Hvammsgata, Leirdalur, Fagridalur, Miðdalur, Heiðardalur, Lyngdalur og Iðndalur. Hverfadrottning Steinunn Jónatansdóttir s: 862-1892. Pylsugrill á laugardegi á mótum Leirdals og Fagradals.
Rauða hverfið: Vogagerði, Akurgerði, Aragerði, Hofgerði, Kirkjugerði, Heiðargerði, Ægisgata og Tjarnargata. Hverfadrottning Erla Ösp Ísaksdóttir s: 848-5361. Pylsugrill á laugardegi á mótum Kirkjugerðis og Tjarnargötu.
Gula hverfið: Vatnsleysuströndin, Hafnargata, Mýrargata, Marargata, Hólagata, Austurgata og Egilsgata. Hverfakóngur Ingþór Guðmundsson s: 660-2848. Pylsugrill á laugardegi við Egilsgötu.




Vekjum athygli á nýju tjaldstæði við íþróttamiðstöð. Hvetjum gesti til að nýta sér það.